17.10.2008 | 09:57
Hver vill ódýrt!
útsala, útsala
Nýlega sagði fyrrv. ráðgjafi hinnar alræmdu frú Thatcher að nú væri Ísland einn stór, galopinn stórmarkaður til að ná sér í ódyr fyrirtæki. Flokkast ekki slíkt undir TÆKIFÆRI?
Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer að taka til ásamt þeim, sem afrekuðu að koma þjóðinni í þetta svað, þá verður spennandi að sjá hverjir hagnast mest á tækifærunum. Fær Rio Tinto Landsvirkun? Fær Nestle hreina vatnið? ofrv...................
Ótal tækifæri.
Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Anna Hauksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ups... á ekki Rio Tinto Landsvirkjun? Kannski ekki á pappírum, það er fullt af allskyns skjölum sem verður að skrifa undir og okkar ráðamenn eru svo uppteknir að þeir varla hafa tíma til að skrifa undir, hvað þá að lesa undir hvað er skrifað.
Við erum með sömu skipstjóra á skútunni og sigldu landinu í strand, þeir höfðu ekki tíma til að skoða kortið og eru núna að redda málunum og það þarf að gerast hratt svo þeir hafa ekki tíma til að kynna sér - né öðrum um hvað málið snýst. Endastöðin er svo langt framundan að hún sést ekki og það er alltof mikið vesen að vera fárast í því, bara leggja af stað, hendast í þetta og sjá svo hvað setur. Fólkið sem er að nudda getur bara flutt til Noregs eða eitthvað, nóg er af löndunum í kringum okkur. Við verðum líka að aðstoða Öryggisráðið við að koma á heimsfriði, ekki lítið mál fyrir alheiminn að fá faglega aðstoð frá okkur. Hvað kemur okkur það við þó Rio valdi ómælanlegum skaða í þeim löndum sem þeir herja á til fanga á súráli, við þurfum að eyðileggja okkar hreinu náttúru til þess að vera í stíl við upphafsviðbjóðinn. Verði okkur að góðu.
Gerður Pálma, 17.10.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.